Maður ársins 2016

Hætti naumlega við að henda útvarpinu mínu í vegg rétt áðan þegar hver apaheilinn á fætur öðrum hringdi inn á Rás 2 og kusu Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem mann ársins 2016. Fyrir hvað!?  Að haga sér eins og frekt barn? Fyrir Panamaskjölin?  Fyrir að drulla svo duglega upp á bak sér að sletturnar lentu í smettunum á öllum í kringum hann?  Kannski fyrir að gera okkur að athlægi um allan heim?

Innhringjendur voru allar konur á mínum aldri og eldri.  Vorkenna eflaust litla, freka dekurdrengnum sem var lagður í einelti á landsfundi af þremur rútuhlössum af Kanadabúum af kínverskum ættum.  Vill þorri fólks virkilega fá þennan rugludall aftur sem forsætisráðherra?  Sér það ekki hvað er að gerast í Bandaríkjum Norður – Ameríku.

Er ekki nóg á okkar þjóð lagt að fá mögulega yfir okkur hægristjórn dauðans fyrir áramót. Öryrkjar og aldraðir eiga ekki bjarta framtíð fyrir höndum þegar íhaldið, litla íhaldið og flokkurinn sem veit ekki hvort hann á að vera krataflokkur eða íhald taka við stjórn landsins.

Hver veit nema að Simmi og félagar fái að vera með.  Það á jú að selja fullt af ríkiseignum fyrir skít og kanil til réttra aðila.  Framsókn verður að koma að því samkvæmt helmingaskiptareglunni.

Færðu inn athugasemd