Engu má breyta!

Þorri Íslendinga hefur alltaf verið á móti breytingum og hefur iðulega þurft að þröngva þeim niður í kokið á okkur með látum.  Annars byggjum við enn í torfkofum öskrandi á móti nútímanum.

Meðal þess sem við mótmæltum forðum daga voru síminn, bíllinn, þéttbýlið, hægri umferð, hernum, Presley, Bítlunum, unglingatísku, Bubba, farsímum, netinu, EES, áfengi…ávallt áfenginu.

Samnefnara þess sem er nauðsynlegt að vera á móti á sófanum heima.  Þar sitja píkubarðir eigimenn og þusa um að kerfið sé gott eins og það er núna og engin þörf sé á að afnema einkasölu ríkissins á áfengi.  Bara af því að konan þeirra sagði þeim það.  Mamma veit best.

Rétt eins og þeir geti ekki lengur stolist í bjórinn út í bílskúr ef hann verður seldur í matvörubúðinni.  Eini munurinn er að þeir verða að laumast aftur út í Bónus eftir brjóstbirtunni í stað þess að laumupokast í  Vínbúðina núna.  Guð forði því að konan sjái þá lauma nokkrum köldum í innkaupapokann í verslunarferðinni fyrir helgina.

Færðu inn athugasemd