Trumpville U.S.A.

Rosalega held ég að margir kjósendur Trump séu með óbragð í munninum einmitt núna yfir að hafa kosið þennan trúð í Hvíta húsið.  Hann hatar alla jafnt og ætlar sér að refsa allri bandarísku þjóðinnni, innflytjendum og fjölmiðlum eftir því sem þau gagnrýna hann.

Maðurinn er svo fordekraður, heimskur og ófær um mannleg samskipti að heiminum stafar virkileg ógn af honum.  Svo hefur hann skipað tóma brjálæðinga í kringum sig sem ráðherra.  Álíka eiginhagsmunaseggi með enga reynslu af stjórnsýslu.

Umhverfið og heimurinn allur má fara að vara sig næstu fjögur árin.  þessir hvíthærðu menn eru ekkert að grínast.  Þeirra markmið er aðeins að auka við auð sinn í embættum og restin af heiminum má fokka sér á meðan.

Ef einhvern tíma var ástæða til byltingar í Bandaríkjum Norður – Ameríku, þá er það nú. Fjögur ár af þessari geðveiki gengur engan veginn upp.  Helvítið hann George W. Bush er eins og kórdrengur við hliðina á þessu skoffíni sem núna situr í Vesturálmunni.

Færðu inn athugasemd