Aumingjalandið

Um daginn var einhver vesalingur dæmdur fyrir að brjóta gegn stjúpdóttur sinni og afsökunin fyrir glæpnum var að hann óttaðist að hún væri byrjuð að sofa hjá strákum. Hann vildi tékka hvort hún væri ekki örugglega óspjölluð.

Annar stjúpfaðir nýsloppinn úr gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi leitað á mjög unga dóttur sambýliskonu sinnar mótmælti mikið yfir að sími hans hefði verið gerður upptækur og tekinn til rannsóknar í málinu gegn honum.

Í vikunni var þekktur maður úr viðskiptalífinu handtekinn fyrir að ganga í skrokk á unnustu sinni á hóteli í Texas.  Starfsmaður hótelsins hringdi á lögregluna.  Var ekki sama um öll lætin sem bárust frá herbergi parsins.  Lögreglumaðurinn sem mætti á vettvang setti gaurinn umsvifalaust í járn þegar hann sá áverkana á unnustunni.  Ekkert hik og enginn hiksti. Tryggingarfé upp á 6.000 dali fyrir að losna úr varðhaldi.

Er það bara ég eða er óvenjuhátt hlutfall af aumingjum á Íslandi?

Færðu inn athugasemd