Það er svo undarlegt hve hátt er hægt að öskra af reiði yfir einhverri hundleiðinlegri mynd á RÚV sem var sýnd fyrir háttatíma yngri barna. Á tímum ört þverrandi áhrifa línulegrar dagskrár er þetta upphlaup í raun fáranlegt. Hefði verið hægur leikur að reka börnin í rúmið eða einfaldlega slökkja á flatskjánum.
Þeir tímar eru liðnir að fjölskyldan hlammi sér saman í sófann og horfi á mynd sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Algengara er að hver sé í sínu horni að horfa á netflix í spjaldtölvunni sinni.
Sama fólkið sem eipar yfir Þröstum æpa vegna bjórauglýsinga á sömu stöð og telja þær hvetja ungviðið til drykkju. Skilja ekki að netið hefur yfirtekið auglýsingarnar og að þar gildir ekki þröngsýn ritskoðun nema þá hjá einræðisríkjum.
Enn og aftur apaheilar. Unglingar horfa ekki á RÚV!!!