Bílstjórarnir

Ég er einn af eilífðarfarþegum almenningsvagna höfuðborgarsvæðisins.  Er samt alltaf á leiðinni að fá mér bíl en hætti svo jafnóðum við vegna þess hve dýrt er að reka dæmið. Auk þess finnst mér hundleiðinlegt að keyra ólíkt bifreiðastjóranum afa mínum og nafna.  Yrði hinsvegar alsæll á vespu.

Lengi vel hafa samfarþegar mínir farið í taugarnar á mér fyrir ýmsa ósiði og leiðindi. Núna eru bílstjórarnir búnir að bætast í hópinn.  Sérstaklega erlendi gaurinn sem hleypti bara farþegum út þar sem aðrir ætluðu að koma inn í vagninn. Annars brunaði hann bara framhjá biðskýlum og hirti ekkert um ópin í þeim sem vildu komast úr vagninum. Hef ekki séð hann síðan ég kvartaði kröftulega yfir honum til Strætó s/f.

Í gær kom erlendi bílstjórinn mér þó á óvart.  Hann var hress og blastaði sinni útvarpsstöð yfir vagninn.  Austurevrópsk harmonikkutónlist sem hann söng með.  Langaði til að spyrja hann um þjóðerni en fannst það of frekt.  Svona eiga bílstjórar að vera.  Hressir og frjálsir en jafnframt til í að hleypa manni út.

Færðu inn athugasemd