Fyrir kurteisissakir

Rann upp fyrir mér á þriðjudagskvöld, eftir að apaheilar Evrópu höfðu hafnað Svölu okkar, að Eurovision er sorp sem þekkir ekki hæfileika.  Ég horfði ekki á fimmtudag og ætla ekki að glápa í kvöld.  Enda tóm tímasóun!

Nenni ekki að horfa upp á Evrópu kjósa „hjartveikan“ og asnalegan Portúgala í allt of stórum jakka sem sigurvegara.  Hvað þá smjörgreiddann Ítala hoppandi eins og hálfviti um sviðið.

Við munum aldrei sigra þessa keppni.  Til þess erum við of fá og eigum of fáa vini. Munum sennilega heldur aldrei komast aftur upp úr undankeppnunum.  Hættum að halda forkeppni.  Sendum bara Pál Óskar.  Ár eftir ár.  Fyrir kurteisissakir.

Færðu inn athugasemd