Einkaleyfi á umræðunni

Femínistar virðast telja sig eiga einkaleyfi á umræðunni um kynferðismisnotkun og nauðganir. Um leið og einhver önnur vogar sér inn á þeirra svið er voðinn vís.  Þessu fékk Þórunn Antonía að kynnast í vikunni þegar hún kynnti límiða ofan á glös til að minnka líkurnar á að ómenni laumi þar óminnislyfjum ofan í, en þó aðallega til að skapa umræðu um þetta mein.

Í framtíðardraumaheimi femínista verða nauðgarar ekki til.  Þeir hætta sinni iðju og fara að sinna öðru.  Læra sína lexíu.  Að nei þýðir nei.  Þess vegna sé engin þörf á límmiðum yfir glös á skemmtistöðum.  Nóg sé að segja nauðgurum að hætta lyfjanauðgunum á djamminu. Og þeir munu hlýða.  Þannig sé málið leyst.  Konur þurfi því ekkert sérstaklega að passa sig.

Límmiðar Þórunnar Antoníu eru ekki aðeins hugsaðir sem vörn, heldur sem áminning um að konur og karlar verða fyrir lyfjanauðgunum þegar þau eru að skemmta sér.  Að við eigum að passa upp á hvort annað og hafa í huga að kannski sé eitthvað athugavert við að maður sé að bera meðvitunarlausa stúlku á öxlinni inn í leigubíl.  Stöðvum hann og spyrjum um tengsl hans við stúlkuna.  Kemur þá fljótt í ljós hvort þau séu einhver og hvort hann eigi eitthvað með að drösla stúlkunni inn í bílinn.

Skil ekki þessa hugsun að ekki megi reyna koma í veg fyrir nauðgun.  Að slíkt upphefji nauðgunarmenningu landans.  Við setjum á bílbelti þegar við keyrum. Læsum útidyrunum yfir nóttina.  Krossum börnin okkar eftir bað áður en við klæðum þau.

Löngu tímabært að við horfumst í augu við þá staðreynd að skrímsli búa meðal okkar. Rétt eins og hjá hundum.  Stundum slæðast geðveikir hvolpar með í gotinu. Og þeir þrífast hvergi og þarf því að leiða þá bak við hús og skjóta.  Legg til að slíkt hið sama sé gert við nauðgara…að minnsta kosti sé skotið undan þeim.

Færðu inn athugasemd