Loksins virðast þeir tímar upp runnir að við ætlum ekki að líða kynferðisofbeldi miðaldra karla sem telja það til sjálfsagðra réttinda sinna að fá aðgang að stjúpdætrum sínum og öðrum ungum konum. Að svona sé þetta bara og hafi alltaf verið. Ekkert óeðlilegt við það. Og algjört rugl að hljóta dóm fyrir slíka misnotkun og uppreist æra því eðlilegt framhald.
Samtrygging siðblindra flokkshesta hefur nú fellt heila ríkisstjórn. Fólk umber svona sóðahegðun ekki lengur. Látið börn og ungar konar í friði, ógeðin ykkar! Látið okkur hin í friði og gerið það eina rétta í stöðunni. Látið vana ykkur eða hverfið úr samfélagi kvenna og manna. Að girnast og leita á börn og ungt fólk er ekki eðlileg hegðun.
Og þið hinir valinkunnu sem hafið kvittað upp á beiðnir um uppreist æru æskuvina, flokksfélaga og félaga ykkar: fokkið ykkur! Marklaust að segjast sjá eftir öllu saman, ekki hafa lesið bréfið eða vera sjálfir feður. Óþarfi að vera foreldri til að vita að svona gerir maður ekki. Morðingjar og nauðgarar hafa enga æru.