Betur má ef duga skal

Bjarg almennt leigufélag BSRB og ASÍ er fínt framtak sem mun koma lágtekjufólki til hjálpar í húsnæðisleit sinni.  Hið skrítna er að félagið þykist einnig ætla að leysa húsnæðisvanda millitekjufólks en setur svo tekjumarkið jafnlágt og velferðarsvið bæjanna.  Maður þarf því að vera öryrki, á mjög lágum launum eða atvinnulaus til að vera undir þeim og eiga rétt á íbúð.

Samfylkingin syngur blessunarlega svipaðan söng fyrir kosningarnar um almenn leigufélög að norrænni fyrirmynd.  Einhvern veginn grunar mig þó að tekjumarkið sé aðeins hærra hjá frændþjóðum okkar.  Hugmyndin er frábær en þarf að ná til fleira fólks svo vel eigi að vera.

Leigufélagið á ekki bara að leysa vanda þeirra sem fá ekki inni hjá velferðarsviðum bæjarfélaga sinna.  Til staðar er millihópur sem á hvergi sínu höfði að halla.  Fellur á milli skers og báru.  Þeirra vanda þarf einnig að leysa.

Færðu inn athugasemd