Daðrið er dautt

Hollywood hefur hrundið af stað byltingu uppljóstrana um dónaskap.  Ísland er ekki undanskilið.  Konur hafa brostið fram og sagt frá áreitni og þaðan af verra á sínum vinnustöðum.  Misgrófar frásagnir en sumar jaðra þó við að falla í daðurflokkinn.  Klaufalegar áreynslur karla sem eru túlkaðar sem áreitni.

Káf, grófar athugasemdir og bank á hótelhurðir um nætur eru hinsvegar annað mál.  Hvað er eiginlega að þessum mönnum.  Fengu þeir ekki næga væntuþykju í æsku?

Tel mig strax hafa spottað einn núverandi þingmann út frá frásögnum kvenna í stjórmálum.  Ætla ekki að nefna hann á nafn en segi bara að áfengismeðferðin virðist bara hafa gert hann graðari.

Verst við þessa byltingu er að nú þora flinkir daðurkettir ekki lengur að mjálma í átt að konum.  Fátt er fallegra en að fylgjast með flottu daðri.  Þessum tignarlega dansi milli tveggja einstaklinga sem endar ekkert endilega upp í rúmi.

Færðu inn athugasemd