Nóg komið af dónaskap

Verð að játa að ég skil engan veginn menn sem leita á konur.  Skil ekki málið.  Hvar stendur að við karlmenn eigum heimtingu á að grípa, káfa og kyssa konur að þeim forspurðum?  Af hverju eru íþróttakonur sem vinna til verðlauna alltaf kysstar á vangann?

Perrar landsins eru alveg í rusli yir að konur séu að taka frá þeim þennan rétt til að ráðast á þær.  Skilja ekki hvers konar pempíuskapur þetta sé að þær séu að amast yfir smá þukli og kossum.  Löngu timabært að láta af þessum ósið.

Færðu inn athugasemd