Bergmál hrunsins

Steinunn Valdís grét réttilega í Silfri Egils yfir mótmælum fyrir utan hús hennar fyrir átta árum.  Fáranlegt að hanga fyrir utan heimili fólks sem þú telur þig eiga eitthvað sökótt við.  Þú stillir þér fyrir utan vinnustað þeirra.  Heimilið er friðhelgt rétt eins og kirkja.

En kannski var mótmælendunum vorkunn.  Varla hægt að mótmæla á vinnutíma.  Það er að segja fyrir þau sem enn höfðu vinnu á þessum tíma.  Sjálfur sat ég heima og horfði á breytilegar skuggamyndir á veggjum.  Hugsaði stundarkorn um að dröslast úr sófanum og fara að hrópa að heimilum þeirra sem mér fannst hafa brugðist eða vera spillt.  Sá fljótt að slíkt væri glapræði.

Við komumst ekkert áfram með ásökunum og biturð.  Hrunið gerðist.  Margir höguðu sér eins og svín.  Tóku rangar ákvarðanir sér til hagsbóta og á kostnað okkar hinna.  Dómur sögunnar sér um þau.  Svo rangt að refsa börnunum þeirra.  Þau eru saklaus af glæpum foreldra sinna.

Færðu inn athugasemd