Forneskja

Hverskonar vangefni er það að skera forhúðina af litlum drengjum og kalla það trúarhefð sem má ekki láta af?  Hvers vegna er trúað fólk að fokka í sköpunarverki Guðs síns?  Kvelja litla drengi og limlesta þá fyrir lífstíð?

Og hvers vegna er fólk á Íslandi að verja þennan óskapnað með kjafti og klóm?  Biskupinn, Kári Stefánsson, Óttar Guðmundsson og fleira fólk.  Eins og það sé sjálfsagt mál og algjört þarfaþing að bera skurðarhníf að allra heilagasta hluta sveinbarna í nafni trúar og hefða.  Að ekki megi gera gyðinga og múslima að glæpamönnum.  Hvað þá bandarísku þjóðina.

Þetta er enn ein forneskjan úr Biblíunni sem við eigum að afneita.  Við grýtum ekki lengur fólk eða heimtum að konur þegi í hofum og séu undirgefnar mönnum sínum.  Best væri að við hættum alveg að trúa á ímyndaða gaura á himnum ofan sem eiga að hafa skapað okkur í einhverju blackouti fyrir ótal öldum síðan.

Ímyndaðir vinir umskorinna karla eru helsta ástæðan fyrir stríðum jarðkringlunnar frá lokum seinni heimsstyrjaldar.  Höldum forhúðinni.  Njótum ástar og höfnum stríði!

Færðu inn athugasemd