Fólk í stjórnmálum lærir fljótt að sum mál má aldrei leysa til fulls því þá nennir enginn lengur að kjósa þau til góðra verka.
Ellilífeyris – og örorkubætur mega aldrei ná vísitöluhækkun launa. Tollfrelsi má aldrei ganga í gegn. Vín í búðir má aldrei leyfa. Vextir mega aldrei lækka um of. Húsnæði verður að vera dýrt og nær ófáanlegt.
Fólk má ekki hafa það of gott. Annars nennir enginn að kjósa stjórnmálafólk út á loforðin þeirra.
Í tæknivæddu og upplýstu samfélagi á fulltrúalýðræði spilltra stjórnmálakatta ekki lengur rétt á sér. Við getum rétt eins kosið á milli málefna með morgunkaffinu í gegnum spjaldtölvuna.
Alveg eins við eins og 63 þingmenn og konur sem kjósa hvort sem er eftir flokkslínum, sannfæringu eða tilfinningu.