Vonda fólkið

Nú er ég ekki lögfróður maður en er þó nokkuð viss um að erfitt sé að reka mig fyrir skoðanir mínar sem ég viðra á lokaðri fésbókarsíðu utan vinnutíma.

Kristinn risaeðla í HR á eftir að vinna þennan slag fyrir dómsstólum og fá böns of monní í skaðabætur.  Því hann fékk enga áminningu, hvorki skriflega né munnlega, fyrir uppsögn.

Auk þess lagði Snorri í Betel Akureyrarbæ fyrir svipaða uppsögn.  Fordæmið er þar.  Ekki er hægt að reka kennara fyrir slæmar skoðanir um samkynhneigða eða konur á karlavinnustöðum.

Góða fólkið verður bara sætta sig við að bæði skoðana- og tjáningarfrelsið er enn við lýði.  Enn er leyfilegt fyrir miðaldra karlfauska að vera fúla á móti réttrúnaðinum sem ríður yfir landið.

Færðu inn athugasemd