…kasti fyrsta steininum. Eða eitthvað þannig. Hef ekki enn lesið Biblíuna spjaldanna á milli.
Hef komið víða við á mínum starfsferli og á flestum stöðum setið undir illu tali um samstarfsfólk þegar vín var haft um hönd.
Hef eflaust stöku sinnum tekið undir eða sagt einhverja vitleysu sjálfur í hita augnabliksins með bjórkollu í hönd. Svo verið búinn að gleyma öllu daginn eftir.
Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? – Hin línan úr hinni helgu bók sem ég man eftir.
Stundum finnst mér eins og þjóðin sé sífellt tilbúin með heykvíslarnar og kyndlana ef ske skyldi að einhver mistigi sig þessa vikuna. Tjara og fiður virðist alltaf vera lausnin í stað þess að staldra við og anda í gegnum nefið.
Við erum öll mannleg og skítum upp á bak. Jafnvel fólk á hinu háa Alþingi. Er orðinn svo leiður á þessum vikulegu aftökum á netinu.
Hitt er svo annað mál að viðbjóðurinn sem vall upp úr rónunum á Klaustur var ekkert annað en ofbeldi gagnvart samstarfskonum þeirra. Þeir eiga að segja af sér!