Ekkert spes ár að baki

Síðastliðið ár var ekkert spes. Sífelldar þvagfærasýkingar og yfirvofandi húsnæðisleysi með haustinu. Fann þó eftir mikla leit nýjan samastað á viðráðanlegu verði og fór í aðgerð.

Hef verið þreyttur síðan þá. Og missti á tímabili það litla sjálfstraust sem ég þó hafði. Varla óeðlilegt þegar fermingarfélaginn er tímabundið úr leik fram að næstu aðgerð í haust.

Huggun harmi gegn er að ég sit ekki lengur í kortér á könnunni eða lengur að tæma þvagblöðruna. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

Færðu inn athugasemd