Nú er víst orðið íþyngjandi að fá refsingu fyrir að stela frá fólki. Ekki má svipta bílaleigur starfsleyfi fyrir að eiga við kílómetramæla bifreiða fyrir sölu þeirra.
Að sama skapi má ekki hrófla við tveimur fyrrverandi lögreglumönnum fyrir að þykjast vera lögreglumenn á fundi um þriðja orkupakkann. Að vísu voru þeir merktir Sjálfstæðisflokknum og fá því frítt spil.
Eitthvað segir mér að eigandi bílaleigunnar sé einnig innvígður og innmúraður. Það gilda víst einhver önnur lög um einstaklinga í téðum flokki. Eða réttara sagt engin lög.