Summer holiday

Nokkurn veginn svona sér maður sumarleyfið hefjast en í reynd fara fyrstu dagarnir í að sofa út. Fara á fætur þegar manni sýnist og leggja sig þess á milli. Kannski nokkrir kaldir á kantinum þegar maður nennir.

Alltaf þessi krafa að fara eitthvert yfir hafið á háannatíma. Leiðist flugvellir og ferðalög. Leiðist allur þessi troðningur og gripaflutningar milli landa. Af hverju má ekki bara vakna í eigin rúmi í stað þess að fá einhverja þernu inn á sig.

Að gerast túristi í eigin landi er ekki svo slæmt á sumrin. Er kominn með smá lista. Hvaða staði ég ætla að heimsækja. Hvar ég ætla að smakka mat. Öll verkin sem hafa setið á hakanum heima. Skrifa, teikna og ljósmynda. Hurðir hverra ég ætla að sparka upp og heimsækja.

Kemst sennilega ekki yfir helminginn af listanum, en hvað um það. Að minnsta kosti ætla ég að finna aftur göngufæturna mína. Jafnvel hjóla aftur. Komast aftur á hreyfingu.

Færðu inn athugasemd