Kjaftæðið

Eftir því sem ég verð eldri hef ég æ minni þolinmæði fyrir kjaftæði stjórnmálaelítunnar sem álítur okkur öll hin vera auðtrúa hálfvita.

Einhver samningur ríkis og sveitarfélaga um bættar samgöngur og borgarlínu er tómt þvaður. Þéttu ryki er slegið í augu kjósenda svo við höldum að verið sé að vinna í málinu. Að eitthvað sé verið að gera.

Borgarlína í gegnum Kársnesið í Kópavogi upp að Hamraborg er tómt rugl. Varla er hægt að aka Borgarholtsbraut á bifreið nú þegar. Hvað þá að bæta þar við harmonikkustrætó með tveimur liðamótum.

Færðu inn athugasemd