Ólafur Darri bjargvættur

Fyrir rúmum áratug var ég næturvaktstjóri hjá Skeljungi. Stóð mig ekkert sérstaklega vel. Öryggisvörðurinn sem vann á á móti mér dróg mig oft að landi.

Eina sveitta sumarnótt var ég frammi að afgreiða meðan vörðurinn var að fylla á kælinn. Frekar niðurlútur og þunnur eftir dagdrykkjuna. Fátt virðist geta bætt þessa nótt.

En viti menn. Leigubíll rennur í hlað. Út stígur stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson og þrammar inn á bensínstöðina við Vesturlandsveg. Ekkert nema brosið og almennilegheitin. Skellti nokkrum frosnum pizzum á borðið ásamt gosi. Greiddi fyrir og gekk aftur að leigubílnum.

Ólafur brosti allan tímann. Bjargaði vaktinni minni. Ég brosti sem eftir lifði af nóttinni. Hætti við að kála mér í þetta sinn.

Færðu inn athugasemd