Hitti þennan gaur hvern morgun á leið til vinnu í umferðinni. Er oftast á enskum jeppa og hirðir lítið um stefnuljós. Svínar bara fyrir þig án umhugsunar.
Hitti hann í apóteki um daginn þar sem miðakerfi stjórnar öllu en ekki óskipulagðar biðraðir. Hann var rétt búinn að panta lyfið þegar hann hóf að æpa og öskra aö hann væri búinn að bíða í óratíma og sætti sig ekki við þetta.
Hangir aftan í mér yfir hraðahindranir. Finn fyrir honum djúpt í iðrum mér þó gatan sé annars auð og bjóði upp á góða fjarlægð milli bifreiða.
Hann arðrænir land og þjóð í gegnum kvótakerfið og afrísk ríki þegar Ísland dugir ekki til.
Hann er í Sjálfgræðgisflokknum.