Frelsinu veifað en ekki veitt

Langt er síðan ég varð afhuga flokkspólítík. Að tilheyra einhverju liði og fylgja flokkslínunni. Elti frekar stök málefni óháð flokkum.

Áslaug Arna dómsmálaráðherra er þvílíkt að slá í gegn hjá mér þessa dagana. Vill slíta tengslin við kirkjuna, leggja niður mannanafnanefnd og leyfa áfengissölu í gegnum netið í samræmi við Evrópureglur.

En auðvitað verður ekkert af þessu. Mál verða sett seint fram til að deyja og íhaldssamt Alþingi mun aldrei samþykkja neitt í frelsisátt fyrir þegnana. Auk þess eru svona mál bara sett fram til að slá ryki í augu kjósenda.

Sjálfgræðgisflokkurinn er ekkert hrifinn af frelsi nema sér til handa. Frelsi til að arðræna okkur hin.

Færðu inn athugasemd