Gamlingar uppfullir af hatri

Sérhvern dag fæ ég æluna í hálsinn yfir afturhaldssinnuðum eldri mönnum sem hata konur og röfla endalaust ef einhver þeirra hlýtur frama innan flokksins þeirra.

Ég skil ekki hvernig þessir virkir í athugasemdum DV og innhringitíma Útvarps Sögu nenna þessu rugli. Af hverju njóta þeir ekki frekar lífsins og gera eitthvað skemmtilegt áður en þeir hrökkva upp af.

Ég myndi sennilega reyna að skalla þessa gaura í jólaboðum. Bara fyrir að elska Ingva Hrafn, Pál Vilhjálmsson, Viðar Guðjohnsen (eldri og yngri) og Donald Trump.

Og hvað er með þetta hatur á Gretu Thunberg? Látið hana í friði!

Færðu inn athugasemd