Þraukað á tímum veirunnar

Vika er liðin af samkomubanninu og það á að fara herða á því. Leiðindin versna með hverjum degi. Ég veit að við verðum öll að leggja okkar af mörkum, en svona afturköllun á ferðafrelsi og sjálfsögðum mannréttindum fer virkilega í taugarnar á mér.

Því mig grunar að sumir af þessum skriffinum fái blóð í böllinn við tilhugsunina að geta bannað einhverjum eitthvað. Vinstrigrænir bannistar fá raðfullnægingar við skrifborðin sín. Næst á dagskrá er að loka Ríkinu og nammibarnum í Hagkaup.

Nú er búið að slaufa Júróvisjón og flestum íþróttaviðburðum. Þegar sjálf Þjóðhátíð í Eyjum verðum slegin af, þá fyrst verður gerð bylting í landinu.

Færðu inn athugasemd