Covid-19 og ístran mín

Vaknaði í gærmorgun með Covid-19. Eða svo hélt ég. Allur lurkum laminn með þurran hósta, andnauð, hausverk og verki um allan líkamann.

Var við það að tilkynna grun minn og leggjast í fjórtán daga sóttkví þegar minnið fór í gang. Hafði verið að vinna upp fyrir mig vikuna áður og sniffa lím við álímingu á öskjur. Líkaminn er sennilega að vinna úr þeirri reynslu.

Hef áður lent í svona í öðrum störfum. Fékk til dæmis svipuð einkenni þegar ég var að raða upp parketlistum daglangt á lager Húsasmiðjunnar. Gat ekki andað daginn eftir en skánaði þegar kvölda tók.

Hefur eflaust eitthvað að gera með ístruna framan á mér. Og skort á hreyfingu og styrktarþjálfun. Veit alveg hvað þarf að gera en geri það samt ekki. Manneskjan er ekki skynsemisvera.

Færðu inn athugasemd