Hryllingsárið

Ég veit ekki hvað mér á að finnast um það sem er liðið af þessu ári. Annus horribilis. Ömurleg vetrarveður með víðtækum skemmdum. Loks þegar fór að birta og vorið að nálgast, tók einhver andskotans vírus samfélagið yfir.

Má víst þakka fyrir skjót viðbrögð stjórnvalda. Að þau hafi ákveðið að fara að ráðum þríeykisins. Er þó löngu orðinn hundleiður á þessum fjöldatakmörkunum og samkomubönnum. Þúsund kjaftar fá víst að safnast saman í næsta mánuði og opnunartími öldurhúsa lengdur eitthvað. Jeeiii!

Er bara svo hræddur um að við munum ekki fá aftur ýmis áunnin réttindi að faraldrinum loknum og að þrengt verði að á öðrum vígstöðvum. Allt í nafni sóttvarna. Verðum að hafa augun opin. Standa í fæturna gagnvart stjórnvöldum.

Færðu inn athugasemd