Þriðja bylgjan

Eins þakklátur og ég er fyrir að hafa ekki enn smitast af Covid-19, þá er ég orðinn svo þreyttur á þessari andskotans veiru. Hefðum við kannski átt að fara sænsku leiðina og leyfa veirunni strax að leika lausum hala með tilheyrandi dauðsföllum og sleppa við þessar bylgjur faraldsins?

Djammbann dugir ekki til. Grímur í illa loftræstum og þröngum rýmum eru djók. Mig grunar að helvítis veiran hafi stökkbreyst og berist á milli manna í andrúmsloftinu. Hvað annað skýrir að einstaklingar í sínum básum með sína bjóra smitast jafnt og skríllinn við barborðið.

Ef svo er, þá getum við gleymt tveggja og eins metra reglunni, hönskum, grímum og spritti. Sóttkvíum, smitgáttum og öðrum göldrum. Þá smitumst við öll þrátt fyrir veikar tilraunir til að loka okkur af inn á heimilum okkar.

Færðu inn athugasemd