Gaurinn pabbi sem vildi verða skrifstofumaður var ráðinn í vinnu af Jóni Vali bróður ömmu sem rak bifreiðaverkstæði. Dvölin varð stutt þegar gamli fattaði að það fólst í að aka drukknum vinnuveitanda sínum milli staða.
Stáliðjan varð hans næsti viðkomustaður. Húsgagnasmíði þar sem hann hannaði og smíðaði mörg vörumerki án þess að fá heiður eða arð fyrir. Eldhússtólarnir hans og barstólarnir eru enn í sölu fyrir feitan seðil.
Flakk á milli vélsmiðja varð hlutskipti föður míns lengi vel. Hagleikssmiður í höndunum en frekar slakur í mannlegum samskiptum. Stöku helgardrykkja og mánudagsveiki hjálpaði ekki heldur.
Vélsmiðja Sigurðar Þórðarsonar varð happafengur föður míns sem Marel h/f keypti svo inn í samstæðu sína. Gamli náði reyndar að láta reka sig þaðan á endanum.
Framhald síðar.