Nú hef ég fram að þessu staðið við heit mitt um að hætta að kaupa vondar, brenndar og áleggssnauðar pizzur frá Spaðanum, Dominos og Pizzunni. Ömurlegt að þurfa sjá eftir hverri pöntun og henda helmingnum í ruslið í stað þess að taka hann með í nesti daginn eftir.
Mæli með Castello í Lágmúla. Fínar flatbökur sem þú sérð ekki eftir að sporðrenna. Góður salur upp á efri hæð með útsýni út á hafið og lyftu fyrir þá sem meika ekki stigann. Áfylling á gosi innifalin ásamt góðri og vingjarnlegri þjónustu. Nettó og Lyfja við hliðina á. Öll innkaup í sömu götu.
Hef ákveðið að bæta við öðru áramótaheiti. Að hætta að kaupa samlokur, langlokur og vefjur frá Sóma og Dagný í hádegismat. Þetta drasl hefur hækkað þvílíkt í verði! Ekkert eðlilegt við það að greiða vel yfir áttahundruð krónur fyrir vefju sem kostaði rétt undir sjöhundruð fyrir áramót og þótti fokdýrt þá.
Hef nú þegar hafið að mótmæla með fótunum. Mæti núna með smurt að heiman og þarf á móti ekki að hlunkast í Bónus eða Krónuna eftir okurbita frá Sóma eða Dagný. Tímasparnaður og peningasparnaður í sama pakka. Fáranlegt að styrkja svona okrara áfram nema að undirgreidda og erlenda starfsfólkið þeirra fái að njóta þess í hærri launum. Sem ég efa að gerist á mínu æviskeiði.