Kársnesið

Nú er ég nýfluttur í hverfi 105 við Kirkjusand eftir að hafa búið í rúm tvö ár á Kársnesinu í Kópavogi. Ekki svo langt frá Borgarholtsbraut þar sem Borgarlínan á að kljúfa Kársnesið í tvennt.

Skýrslan er komin á netið og augljóst á facebook að íbúar á Kársnesinu eru fæstir sáttir. Hver vill fórna friðsömu nesi fyrir stöðuga umferð af strætisvögnum fram og til baka eftir Borgarholtsbraut? Og frekari þrengingar og einstefnu. Nú þegar rekur maður spegilinn bílstjórameginn í spegil bifreiðarinnar sem mætir manni.

Hringleiðirnar nr. 35 og 36 um Kársnesbraut og Kópavogsbraut munu falla niður með tilkomu Borgarlínunnar. Farþegar neyðast til að ganga lengra til að ná strætó. Eins og einhver nenni því.

Um leið og einhverjir pólítískir kettir úr Sjálfstæðisflokknum sem aldrei hafa stigið fæti inn í strætisvagn voru settir yfir dæmið, þá hætti ég að trúa á það. Um leið og Vegagerðin var sett yfir framkvæmdina hvarf restin að minni trú. Þetta dæmi er dauðadæmt klúður frá byrjun. Guð hjálpi okkur!

Færðu inn athugasemd