Ritskoðun má aldrei leiða í lög

Eða svo segir þessi ónýta stjórnarskrá okkar ásamt því að nefna nokkrar undanþágur sem ég nenni ekki að telja upp.

Samt stekkur fram flóttaþingkona úr Vinstri-Grænum sem er búin að koma sér fyrir í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-suður og krefst þess að fjölmiðlar minnist ekki á andlát Larry Flynt útgefanda Hustler. Manns sem tók kúlu og lamaðist fyrir neðan mitti í baráttu sinni fyrir málfrelsinu.

Flóttaþingkona sem réttilega sagði skilið við flokkinn sinn þegar hann ruglaði saman reitum við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi. Hrós fyrir það!

En ætlar sér svo að verða málsvari ritskoðunar og skoðanakúgunar á Alþingi Íslendinga. Heimtar að það verði refsivert að tala niður Helförina.

Versta sem við getum gert er að segja fólki hvað það má segja og hvað ekki. Hvernig dirfumst við?

Færðu inn athugasemd