Eftir að hafa grafið upp senu af reiða gaurnum í Gettu Betur á Youtube, skeit ég upp á bak mér og kallaði hann frekt, lítið dekurbarn sem þyrfti að vera rekið úr skóla og sent á reiðistjórnunarnámskeið. Að þessu baðmullaruppeldi þyrfti að ljúka.
Svo fékk ég senda ábendingu um að gaurinn væri á einhverjurófinu. Tók umsvifalaust út færsluna á Facebook og skammaðist mín. Áminning um að dæma ekki of fljótt. Bíða aðeins eftir staðreyndunum.