Ný hýbýli hafa marga góða kosti sem skáka ókostum þeim að búa í fjölbýli. Til að mynda eru svalir beggja meginn á þriðju hæðinni minni. Get látið gusta í gegn á hlýjum sumardögum. Sleikt sólina allan daginn og leyft vorinu að læðast inn eins og í dag frá hafi handan Sæbrautar skammt frá.
Er hálftíma að þramma niður í miðbæ meðfram sjónum. Enginn strætó úr úthverfi Kópavogs. Eitthvað sem ég nennti sjaldan að gera. Draumur í dós 17. júní, í gleðigöngunni og á menningarnótt. Þegar slíkt verður aftur leyft og mögulegt. Dagleg gæði þess á milli.
Hér í litla Stokkhólmi er ljúft að rölta í Brauð og co. á helgarmorgnum og leyfa gelgjunni sem afgreiðir að minna mann á hve miðaldra maður er í raun orðinn. Koma við í Krambúðinni eftir því sem gleymdist í búðarferðinni deginum áður. Reka nefið inn til Pylsumeistarans eftir grillmeti. Kjaga loks heim og leggja sig á ný.
Hér er gott að búa!