Eins frábært það er að búa í glænýju fjölbýli, þá fylgja því ýmsar skuggahliðar. Til að mynda vill mitt annars frábæra leigufélag skipta út öllu parketi í íbúðinni minni vegna framleiðslugalla. Eitthvað sem ég varla nenni en neyðist til að gangast undir með bros á vör.
Gönguhljóð berast á milli íbúða í gegnum gólf og loft. Þungstígur nágranni lætur vel í sér heyra í gegnum gólfplötuna með reglulegu millibili. Mætti halda að hann sé af ætt trölla. Mælt mál berst í gegnum loftræstiop við eldhúsvaskinn og fyrir ofan salernið. En annars er allt í þessu fína lagi.
Fylliraftur á jarðhæð næsta húss er með öskrandi partý hverja helgi fram á nótt ásamt einhverjum rauðhnakka vinum sínum í köflóttum skyrtum. Opnar svalir, rokk, ról, reykingar og öskur. Einhver apaheili lá svo á dyrabjöllunni um fjögurleytið í nótt. Ég nennti ekki að svara. Er víst hægt að slökkva á hringingunni. Geri það næstu helgi.
Sóðaskapur í sameigninni. Lyftan óðgeðsleg milli skúringa. Par að ríða út í glugga um miðja nótt með tilheyrandi hljóðum. Drógu fyrir um leið og ég opnaði útidyrnar til að forvitnast um hávaðan sem hélt fyrir mér vöku. Er annars oftast til í að horfa á fólk eðla sig. Veit ekki um aðra.
Aðeins ein eða tvær vingjarnlegar konur hafa boðið mér góðan daginn á móti. Annars er bara horft á mig eins og barnaníðing þegar ég býð góðan daginn.
Samt er hér gott að búa!