Nálægt miðbænum

Sem úthverfabarn í Kópavogi mest alla ævi varð ég sjaldan vitni að viðburðum í Reykjavík. Hvað þá nálægt miðbænum. Heyrði bara af þeim í útvarpinu eða sá myndir af þeim í kvöldfréttum sjónvarps.

Núna blasa þessir viðburðir við mér af svölunum á Kirkjusandi. 1. maí keyrsla Sniglanna eftir Sæbrautinni. 13. maí hlaup Uppstigningasdags með 1.200 þátttakendum fram og til baka. Reyndi að sjá einhvern sem ég þekkti með sjónauka en án árangurs. Hóf áhorfið reyndar frekar seint.

Truflaði reyndar svolítið að verktakar voru að vinna við hellulagnir og þökulagnir með tilheyrandi ferðum vinnuvéla. Fá vonandi hátíðarálag ofan á launatékka þessa dags.

Sumargarðyrkjustarfsmaður Kópavogskaupstaðar vaknaði við að horfa á uppþurrkaðar þökurnar sem lagðar voru niður í kringum húsið mitt. Efast um að þær muni taka við sér. Þær virðast steindauðar.

Færðu inn athugasemd