Miðbærinn lifnar við

Slæddist niður í Kolaport í gær eftir svartfuglseggjum fyrir mömmu. Nóg til og önnur sending væntanleg fyrir næstu helgi. Áður fór ég bara í Nóatún í Austurveri sem nú er orðin Krónan.

Get svarið það að bærinn hafði lifnað við. Varla þverfótað fyrir bandarískum og grímulausum túristum með myndavélar á ístrunni. Tók sjálfur ekki grímuna niður þrátt fyrir báðar sprautur af Pfizer.

Treysti ekki þessum bandarísku reglum að fullbólusettir megi vera án grímu. Þessar reglur gilda ekki hérlendis, en bandarískar frekjur halda að þeirra reglur gildi allstaðar um heiminn. Var í skapi næst að kýla einn ístrubelginn fyrir að frussa yfir mig þar sem ég beið eftir strætó heim.

Þetta á bara eftir að enda illa.

Færðu inn athugasemd