Seinni sprautan

Fékk seinni nálina á þriðjudaginn 11. maí. Stóri salurinn í gömlu höllinni. Enn og aftur heragi hjá hjúkrunarfræðingunum. Frábært skipulag. Vantaði reyndar tónlistina, en mér skilst að Geir Ólafs hafi litið við seinna um daginn og gólað yfir lýðnum. Kata Jakobs gekk reyndar inn í salinn um leið og ég var að fara. Svona fjórðungur klappaði fyrir henni.

Daginn eftir var eins og að vöruflutningalest hefði farið yfir mig. Beinverkir í öllum skrokknum og hausverkur frá helvíti. Dröslaðist samt til vinnu og gerði mitt besta. Gat alveg eins hangið þar og hlustað á sprengingar á gömlu WOWair lóðinni eins og að liggja heima vorkennandi mér undir taktföstum höggum smiðanna í grunninum fyrir utan.

Var orðinn mun skárri á fimmtudeginum. Eftirköst eiga víst að benda til að lyfið sé að virka.

Færðu inn athugasemd