Unglingar andskotans

Leið 2 inn í Kópavog. Fermingarbörn á aftasta bekk. Tveir lúðalegir gaurar og ofmáluð gelgja. Á meðan annar gaurinn ræðir við pabba sinn í símann, þá byrjar stelpan að hrópa „Æ, pabbi, af hverju er píkan á mér svona blaut?“ Aftur og aftur og hærra og hærra. Alltaf gaman að hneyksla hina miðaldra farþegana.

Var skapi næst að segja henni að þegja og sýna smá háttvísi. En gerði auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut. Loks datt af mér andlitið þegar hún sagði aulunum tveimur í óspurðum fréttum að hún hefði verið á pillunni síðan hún var tólf ára. Kræst!

Ég meika ekki lengur vagna sem fara í Kringluna og Smáralind.

Færðu inn athugasemd