Eftir tveggja ára hlé horfði ég á Eurovision og fylgdist með twitter um leið. Allar konurnar vildu sænga hjá ítölsku keppendunum og sumar líka með hálfdönsku stelpunni. Þess vegna unnu þau. Lagið var prump og æla. Búningunum stolið frá Glanna glæp og söngvarinn neytti sennilega kókaíns í beinni en þvi var sópað undir teppið umsvifalaust.
Kannski er símakosningin ekki svo góð hugmynd! Sauðdrukkin Evrópa með snjallsíma í annarri og eitthvað gruggugt í hinni. Margir engir aðdáendur keppninnar sem kjósa annað hvort rokklag keppninnar til að sýna henni fingurinn. Limp Bizkit hefði alveg eins getað unnið.
Held að við Íslendingar ættum að láta gott heita. Þakka Daða og Gagnamagninu fyrir fjórða sætið. Og svo slíta okkur frá þessari keppni. Þetta er algjör vitleysa og peningasóun.