Af sjálfstæðum flokki

Þrátt fyrir hve lítið ég treysti Sjálfstæðisflokknum, þá eiga þau hrós skilið fyrir að halda prófkjör. Eitthvað sem aðrir þorðu ekki að gera og mættu taka til fyrirmyndar í stað þess að stilla upp eða halda gerviprófkjör með þröngu vali.

Að því slepptu, þá er Sjálfstæðisflokkurinn meinsemd samfélagsins og ætti að sitja hjá við næstu ríkisstjórnarmyndun. Og jafnvel þar næstu. Leyfa okkur aftur ná fótfestu án eftirgjafar og dekurs við útgerðina og stórfyrirtæki. Leyfa okkur að byggja aftur upp norrænt velferðarkerfi. Leyfa öðrum að vera til en aðeins hinum ofurríku í Garðabænum.

Eins frjálslynd og sjálfgræðgis fólk þykist vera, þá eru þau ósköp kassalaga þegar á reynir. Fáu eða engu má breyta til betri vegar. Sérstaklega ekki ef það snýst um auðlindir eða aðgengi að ímynduðum auðlindum eins og áfengi, tóbaki, veipi og snuffi. Slíku þarf bara að setja þröngar skorður og skattleggja upp í rjáfur. Þrátt fyrir frjálslyndið.

Færðu inn athugasemd