Hungurþrá

Aldrei þessu vant, þá lét ég eftir mér að fá mér skyndibita beint af kúnni í stað þess að versla allt draslið og reyna að nálgast bragðið á pönnunni heima.

Plan B Burgers á Suðurlandsbraut stóðu virkilega fyrir sínu. Fínir smassborgarar og McCain franskar. Ætla svo að prófa eitthvað neðar á matseðlinum næst. Ykkur að segja þá er hér er engin búlla á ferðinni heldur alvöru burger joint.

Færðu inn athugasemd