Fögnum frelsinu af ábyrgð

Gaman að finna hve létti yfir samfélaginu eftir afléttingu allra takmarkana vegna Covid-19. Er samt smá smeykur að ferðast grímulaus með strætó. Sérstaklega eftir heimferðina á laugardaginn þar sem parið fyrir aftan mig samkjaftaði ekki milli þess sem að þau hóstuðu á hnakkann á mér. Voru víst að fara út að borða niður í bæ og bara af því að þau voru svona tillitslaus þá lét ég vera að benda þeim á Borg29 mathöll. Vildi ekki að þau færu að hósta yfir alla þar.

Hef tekið eftir því að sprittstöðvum verslana er ekki sinnt eins vel og fyrir afléttingu. Margar tómar eða við það að tæmast. Megum ekki sofna á verðinum með persónulegar sóttvarnir. Jafnvel þó að unga fólkið hafi hópast nærbuxnalaust niður í miðbæ í sleik við vini sína og hópkynlíf eftir djammið. Djók!

Vonandi haldast smitin áfram við landamærin. Við nennum ekki frekari takmörkunum. Fögnum frelsinu af ábyrgð.

Færðu inn athugasemd