Einhverjr ferðamenn báru með sér Delta-afbrigði til landsins þrátt fyrir vottorð. Djamma á Bankastræti Club. Smita starfsmann sem er svo kennt um allt saman. Lokum landinu á ný. Skellum öllu í lás. Eehh, nei!
Á morgun verður okkur hótað fjöldatakmörkunum á ný. Bara út af þessum óskönnuðu ferðamönnum. Gangi þér vel með það sóttvarnalæknir Þórólfur. Ekki dirfast að reyna hafa af okkur hátíðir síðsumarsins vegna nokkurra smita.
Við erum hætt að hlusta og hlýða. Enda bólusett bak og fyrir með vottorð upp á vasann. Búin með sextán mánaða leiðindi, boð, bönn og takmarkanir. Nennum þessu ekki lengur. Láttu okkur í friði.