Eldri konur eru margar hverjar ekki hrifnar af því að hópur yngri kvenna séu að birta sögur af samskiptum sínum við söngvara nokkurn sem var sviptur brekkusöngstitli af Þjóðhátíðarnefnd.
Þegar þær voru ungar þá heldu allir kjafti og ungar stúlkur reyndu að passa sig á dónaköllum. Ef þeim mistókst það, sögðu þær engum frá misnotkuninni og báru harm sinn í hljóði.
Nú eru hinsvegar aðrir tímar. Enginn þarf að fara í felur með að hafa lent í dónakalli. Eiga reyndar að segja frá því öðrum til viðvörunar. Taka þessa karla úr umferð.
Þeir ráða svo sjálfir hvort þeir vilja leita sér hjálpar við dónaskap eða fara í mál við allt og alla með hjálp lagarefa.