Látið okkur hin í friði!

Við sem höfum hlýtt yfirvöldum í einu og öllu síðustu 16 mánuði nennum ekki fleiri hertum sóttvarnaraðgerðum innanlands. Við sem erum fullbólusett með vottorð upp á vasann og ferðafær út í heim.

Við sem vitum ekki betur en að fullbólusettir fái kannski væg flensueinkenni og þurfi fæst að leggjast inn á sjúkrahús. Enginn er alvarlega veikur og þarf að tengjast við öndunarvél.

Í okkar augum er faraldurinn orðinn að flensu. Aðallega hættuleg eldra fólki og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. Við hin getum hrist hana af okkur.

Skimið Íslendinga við heimkomu frá sólarlöndum. Látið okkur hin í friði! Við eigum allt sumarið skilið með Þjóðhátíð, Gleðigöngu, Color run og Menningarnótt.

Færðu inn athugasemd