Nýjustu takmarkanir Stjórnólfs og hundhlýðinnar ríkisstjórnar ættu að vera öllu ungu fólki hvatning til að iðka borgaralega óhlýðni. Annað árið í röð hefur þetta lið af ykkur verslunarmannahelgina. Þjóðhátíð í Eyjum og annað gaman og gott.
Sýnið okkur gamla fólkinu að þið séuð með smá lífsmarki. Safnist saman í útilegu og skemmtið ykkur. Sýnið fingurinn og verið með dólg. Ekki vera klárar sem leita þangað sem þeir eru kvaldastir eins og foreldrasettin ykkar.
Að vera ungur felst í að reka hornin í ruglið sem við sófapakkið sættum okkur við frá misvitrum stjórnvöldum.
Góða skemmtun!