Þrjóskaðist lengi við en lét mig hafa það eftir nokkra kalda og keypti aðgang að streymi kvöldvöku og brekkusöngs í Eyjum hjá Senu. Auðvitað var hökt til að byrja með en svo skánaði allt og dagskráin leið áfram án truflana. Kenni gamalli tölvu um frekar en Senu.
Magnús Kjartan brekkusöngvari stóð sig með prýði. Skilaði sínu af stakri snilld og var laus við allan hroka og kvenfyrirlitningu forvera síns. Framtíð í þessum gaur.
Kvöldvakan var líka frábær með úrvali af söngkonum eins og Jóhönnu Guðrúnu, Klöru, Röggu Gísla og Guðrúnu Árnýju. Pálmi Gunnarsson og Sverrir Bergmann voru þarna líka. Albatross lék undir.