Nærtækast

Rakningateymið hefur ekki undan og farsóttahúsin eru yfirfull. Þó hefur einungis rúmt prósent af smituðum þurft að leggjast inn á spítala. Landamærin eru opin út og inn. Verðum bráðum eldrauð í augum heimsins fyrir græðgi okkar.

Hvað ætla sóttvarnalæknir og stjórnvöld að gera? Halda áfram með eða herða takmarkanir innanlands eða sætta sig við þá staðreynd að nær bólusett þjóð verður að læra að lifa með veirunni eins og hún sé eins og hver önnur kvefpest. Að það þýðir ekkert að hrökkva í kút við hvert afbrigði sem nær að okkar ströndum.

Nærtækast er að herða allt við landamærin. Halda öllu opnu innanlands.

Færðu inn athugasemd